Veftré Print page English

Sendiherra Suður Kóreu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Suður Kóreu á Íslandi, hr. Lee Byung-hwa, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um trausta samvinnu þjóðanna á undanförnum áratugum og mikilvæg viðskiptatengsl sem og verulegan áhuga Suður Kóreu á virkri þátttöku í umræðum og samstarfi á Norðurslóðum en ríkið varð í fyrra áheyrnarríki að Norðurskautsráðinu og sendi sérstaka sendinefnd á þing Arctic Circle sem haldið var í Reykjavík. Stjórnvöld í Suður Kóreu hafa mótað sérstaka áætlun varðandi Norðurslóðir og undirbúa með virkum hætti ásamt skipafélögum í landinu siglingar milli Suður Kóreu og Evrópu um norðurleiðina. Mynd.

SudurKorea