Veftré Print page English

Sendiherra Makedóníu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Makedóníu, hr. Jovan Donev, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um stöðu Makedóníu og viðleitni til að öðlast fulla viðurkenningu sem ríki, m.a. með lausn deilumála við nágranna og virkri þátttöku í alþjóðlegum stofnunum. Einnig var fjallað um fjölgun smárra og meðalstórra ríkja í Evrópu, reynslu ríkjanna á Balkanskaga og þá lærdóma sem draga má af þróun síðustu ára. Þá kom fram áhugi sendiherrans á að efla fjölþætt menningartengsl við Ísland, m.a. varðandi varðveislu tungumáls. 

Makedonia