Veftré Print page English

Sendiherra Nígers


Forseti á fund með nýjum sendiherra Nígers, hr. Illo Adani, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um gróðureyðingu og þurrka, sem herja á Níger, og áhuga landsmanna á að læra af reynslu Íslendinga við landgræðslu, m.a. með þátttökuí Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfar á Íslandi. Þá var einnig fjallað um hrikaleg áhrif loftslagsbreytinga á Níger og nágrannalönd þess sem m.a. gætu leitt til vopnaðra átaka og vaxandi spennu. Á undanförnum árum hefur stjórnkerfi landsins verið endurbætt á margan veg, markvisst dregið úr spillingu og stuðlað að traustara lýðræði. Mynd.

 

Niger