Rannsóknarþing Norðursins
Forseti á fund með stjórnendum Rannsóknarþings Norðursins, Lassi Heininen og Þorsteini Gunnarssyni og Guðrúnu Rósu Þórsteinsdóttur, um næstu verkefni þess, fundi sem skipulagðir hafa verið í Kanada og þátttöku í Hringborði Norðurslóða, Arctic, Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Á næstu misserum verður verkefnið "The Global Arctic" meðal helstu viðfangsefna Rannsóknarráðsins og þegar hefur fjöldi rannsóknarstofnana og háskóladeilda lýst áhuga á að taka þátt í því.