Veftré Print page English

MacArthur stofnunin


Forseti á fund með stjórnendum alþjóðadeildar MacArthur stofnunarinnar í Chicago sem lengi hefur unnið að framgangi margvíslegrar samvinnu á alþjóðavettvangi. Rætt var um þróun mála á Norðurslóðum, árangur Arctic Circle, væntanlega formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu og mikilvægi framlags háskóla, rannsóknarstofnana og hugveitna. Þá var einnig fjallað um hvernig árangur samvinnu á Norðurslóðum getur verið fordæmi fyrir aukin tengsl ríkja á Himalajasvæðinu þar sem hröð bráðnun jökla ógnar vatnsbúskap og fæðuöryggi milljarða manna.