Fundir um Norðurslóðir á Milken þinginu
Forseti á fundi með ýmsum þátttakendum á Alþjóðaþingi Milken stofnunarinnar, sem haldið er í Los Angeles, um aukið samstarf á Norðurslóðum og sérstakar viðræður við Laurence C. Smith, prófessor við Kaliforníuháskóla, Terry Audla, forseta frumbyggjasamtaka Kanada, Torben Möger Pedersen, forstjóra PensionDanmark, og Michael Perkinson, skrifstofustjóra fjárfestingastjóra Guggenheim Partners, um þátttöku í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, og um dagskrá annars þings þess sem haldið verður í Reykjavík í haust.