Málstofur á Milken þinginu
Forseti sækir málstofur sem haldnar eru á alþjóðaþingi Milken stofnunarinnar í Los Angeles, m.a. málstofur um breytingar á orkukerfi Bandaríkjanna og veraldar, aukna samvinnu Vesturlanda við ríki í Afríku, einkum á sviði orkunýtingar og grundvallarþátta í tækni og samgöngum, en Íslendingar hafa verið þátttakendur í jarðhitaverkefnum í Austur-Afríku. Einnig málstofur um breytingar í Kína og framtíðarhorfur í viðskiptalífi veraldar sem og hádegisverð þar sem ýmsir forystumenn á vettvangi stjórnmála og atvinnulífs sátu fyrir svörum. Alþjóðaþing Milken stofnunarinnar sækja 3.500 þátttakendur frá um 50 löndum, forystufólk í þjóðmálum, atvinnulífi, viðskiptum, heilbrigðismálum og tækni.