Helgi Tómasson. San Francisco ballettinn
Forseti heimsækir Helga Tómasson og San Francisco ballettinn í höfuðstöðvum hans, óperuhúsi San Francisco borgar, fylgist með kennslu í ýmsum deildum ballettskólans, skoðar húsakynni og fjölþætta aðstöðu og fylgist einnig með æfingum á aðalsviði óperuhússins. Á næsta ári hefur Helgi Tómasson verið stjórnandi San Francisco ballettsins í 30 ár og nýtur alþjóðlegrar virðingar fyrir að hafa komið ballettinum í fremstu röð. Um 800 manns starfa hjá San Francisco ballettinum og honum er boðið til sýninga víða um heim, verður m.a. í óperuhúsi Parísar í sumar.