Veftré Print page English

Alþjóðaráð San Francisco. Fyrirlestur


Forseti flytur fyrirlestur í boði Alþjóðaráðs San Francisco og Samveldissamtaka Kaliforníu, World Affairs Council and Commonwealth Club of California. Fyrirlesturinn sem ber heitið People and Ice: The new global significance of the Arctic and the Himalayas, fjallaði um áhrif bráðnunar íss og jökla á Norðurslóðum og Himalajasvæðinu á samfélög, efnahagslíf og framtíðarhorfur. Forseti rakti þróun auknar samvinnu á Norðurslóðum, bæði innan vébanda Norðurskautsráðsins og á öðrum vettvangi, svo sem Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle. Þá rakti forseti hvernig reynsla íbúa Norðurslóða gæti nýst samfélögum og þjóðum á Himalajasvæðinu og lýsti hvernig á síðustu þremur árum hefði verið unnið að samræðu og samvinnu í þessu skyni, með fundum bæði á Íslandi og annars staðar. Að fyrirlestri loknum svaraði forseti fyrirspurnum. Fyrirlestur. Myndir.