Sjávarútvegur á Norðurslóðum
Forseti á fund með Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, um þróun sjávarútvegs á Norðurslóðum, lærdómana sem draga má af samvinnu Íslendinga og Grænlendinga á þessu sviði og þau tækifæri sem bíða þjóðanna tveggja á komandi árum. Brim hefur starfrækt fiskvinnslu og útgerð á Grænlandi og leggur aukna áherslu á þjálfun ungra Grænlendinga í greininni.