Veftré Print page English

Sendiherra Eþíópíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Eþíópíu, Woinshet Tadesse, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. WRætt var um nýja áfanga í samstarfi landanna á sviði jarðhitanýtingar en Reykjavík Geothermal hefur nýlega gert samning um byggingu jarðhitavirkjunar í Eþíópíu sem gæti orðið allt að 1.000 megavött og þar með stærsta jarðhitavirkjun í Afríku. Einnig var fjallað um nýtingu jarðhita í þágu ylræktar og aukinnar hagsældar bænda sem og nýtingu jarðhita við þurrkun matvæla. Þá lýsti sendiherrann einnig áhuga á að efla samstarf við Ísland á sviði landgræðslu og landnýtingar en gróðureyðing er mikið vandamál í Eþíópíu og forgangsmál stjórnvalda að snúa þeirri þróun við á komandi árum.

 

iMG_8071 Eþíópía