Sendiherra Pakistans
Forseti á fund með nýjum sendiherra Pakistans á Íslandi, Abdul Hamid, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um þróun mála í Pakistan og þá erfiðleika sem sambúðin við ýmis nágrannaríki hefur skapað á undanförnum árum. Einnig var rætt um áhrif bráðnunar jökla á Himalajasvæðinu á vatnsbúskap og fæðuöflun í Pakistan og öðrum ríkjum svæðisins og þörf á aukinni samvinnu allra ríkjanna um rannsóknir og aukna þekkingu á þessu sviði. Þar gæti reynslan af samvinnu á Norðurslóðum og við rannsóknir á íslenskum jöklum komið að notum.