Veftré Print page English

Verðlaun Háskólans í Reykjavík


Forseti afhendir verðlaun sem Háskólinn í Reykjavík veitir árlega í þremur flokkum: vísindamenn, starfsfólk og kennarar. Í ávarpi áréttaði forseti hvernig mörk háskóla og samfélags tækju sífelldum breytingum, veggir og hindranir hyrfu og mikilvægt væri að tengja saman sköpun á ólíkum sviðum. HönnunarMars, sem stendur þessa daga, og rannsóknir í upplýsingatækni séu skyldari en margir halda eins og þróun Apple, spjaldtölvunnar og farsímans gefi til kynna.