Veftré Print page English

Bæjarstjórn Bodö. Fylkisstjórn Nordland


Forseti situr hádegisverðarfund í boði bæjarstjórnar Bodö og fylkisstjórnar Nordland í Noregi þar sem rætt er um aukið samstarf héraða og svæða á Norðurslóðum, byggðarlaga sem byggja á sjávarútvegi og nýtingu náttúruauðlinda og eru í æ ríkara mæli áfangastaðir ferðamanna víða að úr veröldinni. Fram kom að auk samstarfs innan Norðurskautsráðsins væri mikilvægt að byggðarlög og svæði á Norðurslóðum, kjörnir fulltrúar fólksins sem þar byggi, bæru saman bækur sínar og áherslur í ljósi vaxandi áhuga á Norðurslóðum, þróunar atvinnulífs og nauðsynjar víðtækra rannsókna og fræðastarfs.