Sendiherra Bangladess
Forseti á fund með nýjum sendiherra Bangladess, hr. Md. Golam Sarwar sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um samstarf ríkja á og í nágrenni Himalayasvæðisins varðandi bráðnun jökla og áhrif á vatnsbúskap, fæðuframleiðslu og orkuvinnslu. Einnig var fjallað um áhrif loftslagsbreytinga og hækkun sjávarborðs á búsetuskilyrði milljóna íbúa Bangladess. Sendiherrann gerði grein fyrir áhuga á auknum viðskiptum við Ísland.