Veftré Print page English

Sendinefnd frá Edmonton


Forseti á fund með sendinefnd frá Edmonton í Kanada sem skipuð er fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu, samgöngum og öðrum greinum. Sendinefndin heimsækir Ísland í tengslum við upphaf áætlunarflugs Icelandair til Edmonton. Rætt var um tengsl Íslands og Kanada, fjölþætt tækifæri á Norðurslóðum, einkum í ferðaþjónustu, sem og nýtingu margvíslegra auðlinda. Fundinn sat einnig sendiherra Kanada á Íslandi Stewart Wheeler.