Veftré Print page English

Framlag hreinnar orku til endurreisnar efnahagslífs


Forseti heldur fyrirlestur í boði ECSSR stofnunarinnar í Abu Dhabi, Emirates Center for Strategic Studies and Research, en fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við 20 ára afmæli stofnunarinnar. Hann fjallar um framlag hreinnar orku til endurreisnar efnahagslífs og þróunar fjölþættra atvinnuvega. Rakti forseti mörg dæmi um reynslu Íslendinga. Að fyrirlestrinum loknum fóru fram ítarlegar umræður á grundvelli fjölmargra fyrirspurna og var þá m.a. fjallað um þróun samvinnu á Norðurslóðum. Fyrirlestur. Myndir (ljósmyndari: Bobit V. Ceballos). Umfjöllun í The National.