Veftré Print page English

ECSSR stofnunin


Forseti heimsækir ECSSR stofnunina í Abu Dhabi, Emirates Center for Strategic Studies and Research, og kynnir sér rannsóknir hennar í efnahagsmálum, orkuþróun, alþjóðasamskiptum og upplýsingamiðlun. Stofnunin heldur nú upp á 20 ára afmæli sitt en hún hefur orðið helsta hugveita stjórnvalda í Sameinuðu arabísku furstadæmunum; rannsóknir hennar leggja grundvöll að stefnumótun. Forseti skoðaði m.a. upplýsinga- og fjölmiðlamiðstöð stofnunarinnar þar sem unnið er úr fréttum sjónvarpsstöðva, blaða og netmiðla víða um heim. Einnig skoðaði forseti bókasafn stofnunarinnar sem er hið stærsta sinnar tegundar í landinu. ECSSR hefur á ferli sínum gefið út ríflega 1000 rit. Myndir (ljósmyndari: Bobit V. Ceballos).