Veftré Print page English

Mannvirkjagerð á Norðurslóðum


Forseti á fund með Eyjólfi Árna Rafnssyni, forstjóra Mannvits, um reynslu Íslendinga við fjölþætta mannvirkjagerð á norðlægum slóðum, við erfiðar veðuraðstæður og í dreifbýli. Einnig var fjallað um vaxandi áhuga á þróun Norðurslóða, tækifæri íslensks atvinnulífs á þeim vettvangi og mikilvægi þess að efla í því skyni víðtæka, alþjóðlega samvinnu, m.a. með starfsemi Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle.