Sendiherra Singapúrs
Forseti á fund með sendiherra Singapúrs gagnvart Íslandi, T. Jasudasen, sem heimsækir landið til að kynna sér margvíslega þætti Norðurslóða. Sendiherrann hefur m.a. heimsótt Akureyri og átt viðræður við háskólann þar, rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Rætt var um framlag Singapúrs til Arctic Circle - Hringsboðs Norðurslóða, sem haldið var í Reykjavík á síðastliðnu ári, og áhuga þeirra á að efla enn frekar þátttöku rannsóknarstofnana, fyrirtækja og stjórnvalda í Singapúr í samræðum og samstarfi um þróun Norðurslóða; Singapúr er nú eitt af nýjum áheyrnarríkjum Norðurskautsráðsins.