Ísland, Bandaríkin og samvinna á Norðurslóðum
Forseti á fund með Robert Bell, sendifulltrúa varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hjá NATÓ, um þróun samstarfs á Norðurslóðum, ný viðhorf í öryggismálum, vaxandi áhuga bandarískra stjórnarstofnana á þessum málaflokki sem og langvarandi tengsl Bandaríkjanna við Ísland og Grænland. Einnig var fjallað um Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og undirbúning að Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, en annað þing þess verður á Íslandi í haust. Á fyrri árum átti forseti náið samstarf við Robert Bell sem þá var meðal æðstu stjórnenda Öryggisráðs Bandaríkjanna í forsetatíð Clintons. Snerist það samstarf einkum um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn.