Vindorka
Forseti á fund með fulltrúum breska fyrirtækisins RES sem sérhæfir sig í nýtingu á vindorku og annarri hreinni orku. Rætt var um möguleika Íslendinga á að nýta vindorku í ríkum mæli á komandi áratugum, áhuga í Bretlandi á kaupum á raforku gegnum sæstreng frá Íslandi sem og samstarf við íslenska aðila á sviði jarðhita í ýmsum löndum. Fundinn sátu einnig íslenskir samstarfsðailar RES.