Menntaskólinn á Egilsstöðum
Forseti heimsækir Menntaskólann á Egilsstöðum, kynnist kennsluháttum, ræðir við nemendur og kennara og flytur ávarp á sal og svarar þar fyrirspurnum nemenda. Í ávarpinu lýsti forseti tækifærum Íslendinga á nýrri öld, fjölþættum auðlindum og sterkri stöðu menntunar og menningarlífs. Mikilvægt væri að ung kynslóð sæi kosti þess að hafa Ísland að heimavelli þó að menn kynntust veröldinni allri í námi og starfi. Þá ræddi forseti einnig um þær miklu breytingar sem orðið hafa á Austurlandi á undanförnum áratugum. Myndir.