Veftré Print page English

Nýsveinahátíð


Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun á Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Heiðraðir voru 20 nýsveinar úr 15 iðngreinum. Jafnframt fengu meistarar þeirra sérstakar viðurkenningar. Þá var Eggert Jóhannsson feldskeri útnefndur Heiðursiðnaðarmaður IMFR árið 2014. Í ávarpi ræddi forseti um mikilvægi iðnnáms fyrir menningu og þjóðlíf og rakti ýmis dæmi úr sögu Íslendinga þessu til staðfestingar; forseti áréttaði hvernig hinar fjölmörgu iðngreinar hefðu verið hornsteinar í þróun þess nútímasamfélags sem Íslendingar byggju við og þær gerðu okkur kleift að taka á móti hinum mikla fjölda erlendra gesta, sem sækir landið heim, með sæmd og menningarbrag. Athöfnin var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur.