Veftré Print page English

Friðarviðræður. Palestína og Ísrael


Forseti sækir málstofu, sem haldin er í tengslum við World Economic Forum í Davos, þar sem rætt er um þróun friðarviðræðna sem nýlega hófust að frumkvæði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, milli stjórnvalda í Ísrael og Palestínu. Á málstofunni töluðu m.a. Tzipi Livni, aðalsamningamaður Ísraelsmanna, Martin Indyk, samningamaður Bandaríkjastjórnar, Yossi Vardi og Munib al-Masri, forystumenn í atvinnulífi Ísraels og Palestínu sem unnið hafa að friðarumleitunum í rúmt ár.