Samstarf Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna
Forseti á fund í tengslum við Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi með dr. Sultan Ahmed Al Jaber, ráðherra og forstjóra Masdar, um margvíslegt samstarf Íslands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna varðandi nýtingu hreinnar orku, þurrkun matvæla, tækninýjungar í glímunni við sykursýki. Á fundinum var einnig rætt um aukinn áhuga ríkja í Asíu og Evrópu á þróun Norðurslóða, en Masdar var meðal þátttakenda í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið var í Reykjavík á síðasta ári.