Veftré Print page English

Umhverfisvæn steinsteypa


Forseti á fund í tengslum við Heimsþing hreinnar orku í Abu Dhabi með dr. Ólafi Wallevik prófessor um samkomulag sem unnið er að við Tæknistofnun byggingariðnaðarins í Kína. Aðilar að samkomulaginu eru Háskólinn í Reykjavík og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og er markmiðið að draga verulega úr kolefnisáhrifum af steinsteypuframleiðslu í Kína, en stærsta steypufyrirtæki landsins framleiðir meiri steinsteypu en framleidd er í Evrópu samanlagt.