Veftré Print page English

Forseti Sri Lanka


Forseti á fund með Mahinda Rajapaksa, forseta Sri Lanka, sem einnig sækir alþjóðaþing um hreina orku og vatnsbúskap í Abu Dhabi. Á fundinum var rætt um alþjóðlegt samstarfsverkefni sem byggt verður á reynslu og kunnáttu Íslendinga við þurrkun sjávarfangs. Forseti Sri Lanka var áður sjávarútvegsráðherra og heimsótti þá Ísland til að kynna sér veiðar og vinnslu sem og starfsemi Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum gerði forseti Sri Lanka einnig grein fyrir þeim vandamálum sem við er að glíma í kjölfar vopnaðra átaka sem um áraraðir geisuðu í norðurhluta landsins.