Veftré Print page English

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO


Forseti á fund með dr. José Graziano da Silva, framkvæmdastjóra Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um reynslu Íslendinga á sviði sjávarútvegs, vinnslu og tækni, sem og alþjóðlegt átak um þurrkun matvæla sem byggt væri á reynslu Íslendinga af þurrkun sjávarfangs með jarðhita. Þá var einnig fjallað um nýtingu auðlinda hafsins á Norðurslóðum, en ný hafsvæði munu opnast þar á næstu áratugum. Fundinn sat einnig Árni Mathiesen, yfirmaður sjávarútvegsmála hjá FAO, og aðrir embættismenn stofnunarinnar. Fundurinn var haldinn í Abu Dhabi í tengslum við alþjóðaþing sem þar eru nú haldin.