Veftré Print page English

Sendiherra Sambíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Sambíu, frú Edith Mutale, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um margvísleg vandamál sem landið glímir við, erfiðleika í efnahagsþróun, fátækt og baráttu gegn spillingu. Einnig lýsti sendiherrann miklum áhuga á að nýr jafnréttisráðherra Sambíu gæti kynnt sér hvernig staða kvenna hefur verið styrkt á Íslandi í lögum og reglum. Einnig var rætt um möguleika á nýtingu jarðhita í Sambíu í ljósi slíkra verkefna í ýmsum öðrum löndum Afríku. Mynd.

 

640pix__MG_7691Sambia