Þurrkun matvæla. Sjávarklasinn
Forseti á fund með forystumönnum Sjávarklasans og samstarfsvettvangsins Ocean Excellence um nýtingu þeirrar tækni og kunnáttu sem Íslendingar hafa þróað við þurrkun matvæla í þágu aukins fæðuöryggis víða um heim. Unnið hefur verið að alþjóðlegu samstarfsverkefni í þessu skyni og á sama tíma hafa stjórnendur Ocean Excellence og verkfræðistofunnar Mannvits unnið að mismunandi samsetningum tæknibúnaðar sem hægt væri að nýta við ólíkar aðstæður.