Veftré Print page English

Samstarf við Japan


Forseti á fund með sendifulltrúa Japans á Íslandi Tatsukuni Uchida. Rætt var um vaxandi samstarf landanna en Japan mun væntanlega skipa sérstakan sendiherra með aðsetur á Íslandi síðar á þessu ári. Þá var einnig rætt um nýtingu jarðhita í Japan og reynslu Íslendinga á því sviði; og um framlag Japans til málefna Norðurslóða en Japan er nú áheyrnarríki í Norðurskautsráðinu. Þátttaka japanskra vísindamanna og viðskiptalífs í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, var einnig á dagskrá.