Veftré Print page English

Þjálfun indverskra jöklafræðinga


Forseti á fund með Helga Björnssyni prófessor, Dagfinni Sveinbjörnssyni og Sigríði Huld Blöndal um næsta áfanga í þjálfun indverskra jöklafræðinga á Íslandi en fyrsti hópurinn lauk þjálfun fyrir rúmu ári og annar hópur er væntanlegur á næstu vikum. Helgi Björnsson mun svo stýra námskeiði í jöklafræði í samvinnu við Vísindafélag Indlands og verður það haldið í Bangalore í vor. Fyrsta námskeið Helga í Bangalore var á árinu 2013. Indversk stjórnvöld stefna að stofnun jöklafræðiseturs í Dehradun og leita eftir víðtækri samvinnu við Íslendinga um undirbúning að stofnun þess.