Norðurslóðaréttur
Forseti á fund með dr. Ágúst Þór Árnasyni við Háskólann á Akureyri og Arngrími Jóhannssyni um þróun kennslu og rannsókna í Norðurskautsrétti en á undanförnum árum hafa verið haldnar alþjóðlegar ráðstefnur á vegum þeirra og Guðmundar Alfreðssonar um heimskautarétt, Polar Law, og var sú síðasta á Íslandi í tengslum við Arctic Circle í október. Við Háskólann á Akureyri hefur einnig verið kennsla í heimskautarétti en þróun hans, einkum Norðurslóðaréttar, er mikilvægur þáttur í auknu alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði.