Veftré Print page English

Landhelgisgæslan og Norðurslóðir


Forseti á fund með forstjóra Landshelgisgæslunnar, Georg Lárussyni, um vaxandi hlutverk Landhelgisgæslunnar á Norðurslóðum og hvernig reynsla, tækjabúnaður og kunnátta stofnunarinnar gegnir lykilhlutverki í þágu aukins öryggis sjófarenda á þessu svæði, einkum með tilliti til vaxandi siglinga, bæði skemmtiferðaskipa og vöruflutningaskipa. Einnig var fjallað um samstarf við systurstofnanir Landshelgisgæslunnar í öðrum ríkjum Norðurslóða og hvernig hægt sé að auka þekkingu almennings og áhrifaaðila á mikilvægu hlutverki Landhelgisgæslunnar á þessu sviði.