Veftré Print page English

Jarðhitaframkvæmdir í Afríku


Forseti á fund með Guðmundi Þóroddssyni og öðrum forystumönnum Reykjavík Geothermal um árangur þeirra í þróun jarðhitaverkefna í Afríku en nýlega náðist samkomulag um að reisa þúsund megavatta jarðhitavirkjun í Eþíópíu. Einnig hefur verið unnið að verkefnum í fleiri ríkjum Afríku og vaxandi áhugi er á jarðhita í álfunni. Þá var einnig greint frá verkefnum fyrirtækisins í Mexíkó og ýmsum öðrum löndum. Einnig sat hluta fundarins Nejib Abbabiya, athafnamaður og áhrifamaður frá Eþíópíu sem tekið hefur virkan þátt í þróun jarðhitaverkefnanna þar í landi. Greindi hann frá miklum áhuga stjórnvalda í Eþíópíu á að efla slíkt samstarf við íslenska aðila.