Veftré Print page English

Ísland og Norðurskautsráðið


Forseti á fund með Þorsteini Ingólfssyni sendiherra, sem er fulltrúi Íslands í Norðurskautsráðinu, um þær breytingar sem eru að verða á ráðinu með áheyrnaraðild áhrifaríkja í Evrópu og Asíu sem og hin fjölþættu verkefni sem ráðið sinnir. Þá var einnig rætt um mikilvægi þessa starfs fyrir Ísland, bæði varðandi tengsl við önnur aðildarríki Norðurskautsráðsins sem og samstarf Íslands við ríki í Evrópu og Asíu. Einnig gæti Norðurslóðastarfið orðið vaxandi þáttur í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna. Þá var einnig fjallað um árangurinn af alþjóðaþingi Arctic Circle - Hringborði Norðurslóða sem haldið var á Íslandi í október og undirbúning að öðru þingi Arctic Circle sem einnig verður haldið á Íslandi í september.