Veftré Print page English

Samstarf við Indland


Forseti á fund með sendiherra Íslands á Indlandi, Guðmundi Eiríkssyni, um víðtækt samstarf landanna sem eflst hefur mjög á undanförnum árum bæði á sviði jöklarannsókna, nýtingar jarðhita, upplýsingatækni og á fleiri sviðum. Fjallað var um þjálfun indverskra jöklafræðinga á Íslandi og áhuga Indverja á að nýta fræðilega þekkingu Íslendinga við uppbyggingu jöklarannsóknastofnunar í landinu. Þá var einnig rætt um þróun mála á Indlandi, væntanlegar þingkosningar og þjóðfélagshræringar.