Íþróttamaður ársins
Forseti sækir hátíð sem haldin er af ÍSÍ og samtökum íþróttafréttamanna þar sem útnefndur var íþróttamaður ársins, jafnframt þau sem skarað hafa framúr í ýmsum íþrótttagreinum. Í ávarpi minntist forseti Ólafs Rafnssonar, forseta ÍSÍ sem lést á árinu í blóma lífsins. Enginn forystumaður íslenskrar íþróttahreyfingar hefði einnig verið kjörinn til forystustarfa í evrópskri og alþjóðlegri íþróttahreyfingu. Þá rakti forseti hve einstakt væri að lítil þjóð gæti ár eftir ár sent lið til keppni í mörgum hópíþróttum, einnig hefði fjölgað mjög þeim keppnisgreinum sem iðkaðar eru á Íslandi. Allt væru þetta mikilvæg skilaboð til ungrar kynslóðar. Fyrir það væri þjóðin þakklát.