Veftré Print page English

Ungir Íslendingar í Kína


Forseti á fund með Agli Þór Níelssyni og Björgu Finnbogadóttur um þróun þjóðfélags og efnahagslífs í Kína. Egill Þór starfar á vegum Kínversku heimskautastofnunarinnar og Björg lærir kínversku og vinnur að undirbúningi á útflutningi á íslenskum afurðum til Kína. Þau hafa dvalið í Sjanghæ í nokkur ár og kynnst þeim víðtæku breytingum sem nú eiga sér stað í Kína, opnari umræðum í krafti netvæðingar og framkomu og áherslum nýrrar kynslóðar Kínverja sem og þeim margvíslegu vandamálum sem við er að glíma í landinu.