Marorka. Upplýsingatækni í þágu umhverfisverndar
Forseti á fund með stjórnendum Marorku þar sem lýst var þeim mikla árangri sem fyrirtækið hefur náð á sviði hugbúnaðar í þágu orkusparnaðar og orkustýringar skipa. Fyrirtækið hefur náð samningum við fjölda skipafélaga í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu. Saga þess sýnir einstæðan árangur nýsköpunar og upplýsingatækni á Íslandi, hvernig sprotafyrirtæki getur á tiltölulega fáum árum orðið umsvifamikið á alþjóðavettvangi og um leið stuðlað að umhverfisvænni atvinnuháttum. Einnig var fjallað um hugmyndir um nýtingu upplýsingatækni til að vernda hafsvæði á Norðurslóðum, einkum í ljósi aukinna siglinga á komandi áratugum.