Framfarir í 50 ár. Afmælisrit Mannvits
Forseti tekur á móti stjórnendum Mannvits og höfundi afmælisrits sem helgað er 50 ára sögu fyrirtækisins. Þar er fjallað um fjölþættan vöxt verkfræðikunnáttu á Íslandi og þátt hennar í framförum og framkvæmdum á fjölmörgum sviðum. Á fundinum var einnig fjallað um fjölda alþjóðlegra verkefna sem Mannvit á aðild að og tækifæri Íslands á því sviði. Jafnframt hvatti forseti til þess að tekin væri saman á ensku saga orkunýtingar á Íslandi, vatnsorku og jarðvarma, og hvernig hún hefur nýst til atvinnusköpunar á sviði iðnaðar, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og til að bæta aðstöðu til heilsueflingar og íþrótta.