Frakkland og Norðurslóðir
Forseti á fund með franska þingmanninum André Gottolin sem vinnur að skýrslu fyrir öldungadeild franska þingsins um stöðu mála og þróun á Norðurslóðum. Fundinn sat einnig sendiherra Frakklands á Íslandi auk starfsmanna franska sendiráðsins. Fjallað var um þátttöku Frakklands í Hringborði Norðurslóða - Arctic Circle, framlag einstakra forysturíkja í Evrópu til vísindarannsókna og viðskiptalífs á Norðurslóðum sem og árangur af starfi Michels Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands og sérstaks fulltrúa Frakklandsforseta í málefnum Norðurslóða.