Veftré Print page English

Viðtal í Foreign Affairs


Í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Foreign Affairs, sem er einn helsti vettvangur umræðu um alþjóðamál í Bandaríkjunum, er birt ítarlegt viðtal við forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson sem aðalritstjóri tímaritsins Stuart Reid tók á Bessastöðum.


Í viðtalinu er fjallað um stöðu Íslands og framtíð Norðurslóða, fjármálakreppuna og lærdómana af henni, aðgerðir ríkisstjórnar Gordons Browns, WikiLeaks og áhrif upplýsingabyltingarinnar á stjórnmál og samfélög, samspil lýðræðis og markaða, réttindi samkynhneigðra og menningu og nýsköpun á Íslandi.


Viðtalið má einnig nálgast á vefslóðinni http://www.foreignaffairs.com/discussions/interviews/icelands-saga.


Foreign Affairs tímaritið er gefið út af Council on Foreign Relations sem er helsta stofnun og rannsóknamiðstöð í Bandaríkjunum á sviði utanríkismála og alþjóðaþróunar.


18. desember 2013