Heillaóskir til nýkjörins forseta Chile
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag, þriðjudaginn 17. desember, heillasóskir sínar og íslensku þjóðarinnar til Michelle Bachelet sem kosin hefur verið nýr forseti Chile.
Í bréfi sínu minntist forseti á traust vináttutengsl landanna tveggja og vaxandi samvinnu þeirra á fjölmörgum sviðum menningar og viðskipta. Hann þakkaði Michelle Bachelet jafnframt fyrir farsælt samstarf þeirra meðan hún gegndi forystu í hinum nýju kvennasamtökum Sameinuðu þjóðanna, UN Women.
17. desember 2013