Veftré Print page English

Hugbúnaður og nýsköpun á heilbrigðissviði


Forseti á fund með Jóni Atla Benediktssyni, aðstoðarrektor Háskóla Íslands, og prófessor Einari Stefánssyni um verkefni þriggja sprotafyrirtækja á vegum Háskóla Íslands og Landspítala sem beint hafa sjónum sínum m.a. að sykursýki. Hugbúnaðurinn getur einnig nýst til árangurs og aukins hagræðis í glímunni við margvíslega aðra sjúkdóma. Sykursýki hefur vaxið svo á undanförnum áratugum að rætt er um heimsfaraldur en það stefnir í að um 500 milljónir manna þjáist af sykursýki á næstu 20 árum.