Veftré Print page English

Sendinefnd frá Shaanxi. Jarðhitasamvinna


Forseti á fund með sendinefnd stjórnvalda og atvinnulífs í Shaanxi héraði í Kína sem heimsækir Ísland í tilefni nýrra samninga við Orka Energy um jarðhitaframkvæmdir í Kína. Í sendinefndinni er einnig stjórnandi einnar stærstu ferðaskrifstofu í Kína sem hyggur á ferðir til Íslands. Rætt var um þróun jarðhitasamvinnunnar á undanförnum áratug og þau fjölþættu tækifæri sem blasa við í framtíðinni, bæði til að styrkja nýtingu hreinnar orku, draga úr mengun og bæta lífsgæði almennings í landinu.