Kolefnishringrásin. CarbFix verkefnið
Forseti á fund með Sigurði Reyni Gíslasyni, vísindamanns við Háskóla Íslands, um árangurinn af kolefnisbindingarverkefninu CarbFix sem ýtt var úr vör fyrir nokkrum árum sem samstarfsverkefni íslensks fræðasamfélags við háskóla í Frakklandi og Bandaríkjunum. Verkefnið hefur sannað tilgátur íslenskra vísindamanna um möguleika á að binda kolefni í jarðlögum. Þá var einnig fjallað um bók Sigurðar Kolefnishringrásina sem út kom á síðasta ári og baráttuna gegn loftslagsbreytingum.