Veftré Print page English

Neyðarmiðstöð Rauða krossins


Forseti opnar Neyðarmiðstöð Rauða krossins á samkomu sem haldin er í Húsi Rauða krossins. Miðstöðin mun efla mjög þjónustuhlutverk Rauða krossins og tengsl við aðra hjálparaðila. Á samkomunni var einnig undirritað samkomulag um skipulagningu áfallahjálpar á Íslandi þar sem Rauði krossinn, Ríkislögreglustjóri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Landspítalinn, Landlæknir og Biskupsstofa taka höndum saman. Þá opnaði forseti nýjan vef, skyndihjalp.is, sem er sérstakt átak Rauða krossinns í tilefni af 90 ára afmæli á næsta ári. Einnig tók forseti ásamt formanni Rauða krossins við framlagi CCP til hjálparstarfs á Filippseyjum.