Veftré Print page English

Sendiherra Ástralíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Ástralíu á Íslandi, hr. Damien Patrick Miller, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um aukinn áhuga fræða- og vísindastofnana í Ástralíu á Norðurslóðum en á næsta ári verður haldið alþjóðlegt þing um heimskautarétt í Ástralíu og er það undirbúið m.a. af fræðimönnum við Háskólann á Akureyri. Þá var einnig rætt um reynslu Íslendinga af landgræðslu og glímunni við eyðisanda. Ennfremur gæti verið gagnlegt fyrir Íslendinga að kynnast reynslu Ástrala af víðtækum samskiptum við forystuþjóðir í Asíu enda eru vaxandi viðskipti við Kína nú mikilvægasti þáttur í utanríkisverslun Ástrala.

 

miller